Sigfús Dađason - Vćngjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Veronica scutellata
Ćttkvísl   Veronica
     
Nafn   scutellata
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 12 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skriđdepla
     
Ćtt   Scrophulariaceae (Grímublómaćtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í votlendi međ tjarnarbökkum og á uppţornuđum tjarnastćđum.
     
Blómlitur   Ljósfjólublár
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hćđ   0.10-0.20 m
     
 
Vaxtarlag   Skriđul, jarđlćg jurt, 10-20 (-40) sm á hćđ. Stönglarnir eru jarđlćgir og lćpulegir, greinóttir neđan til og uppsveigđir í endann.
     
Lýsing   Laufin 10-20 mm á lengd, gagnstćđ, lensulaga, hárlaus og ydd, heilrend eđa gistennt og örlítill kirtilnabbi er viđ hverja tönn. Klasa- og blómleggir eru mjóir og oft hlykkjóttir.Blómin legglöng, í greindum, stakstćđum blómskipunum í öxlum efri laufblađa eđa háblađa. Krónublöđin fjögur, 3-4 mm í ţvermál, ljósfjólublá. Bikarblöđin grćn, sporbaugótt eđa oddbaugótt. Tveir frćflar og ein frćva međ einum stíl, aldinin hjartalaga. Blómgast í júlí. 2n=18. LÍK/LÍKAR: Auđgreind frá öđrum deplum á skriđulum stönglum og mjóum blöđum.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Víđa um landiđ viđ tjarnir og leirur, algengust á Suđvesturlandi og miđju Norđurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Evrópa, Kanada, Indla, Balí, Mexíkó, Marokkó, Nýja Sjáland, Perú, N Ameríka.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is