Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Veronica scutellata
Ættkvísl   Veronica
     
Nafn   scutellata
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 12 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skriðdepla
     
Ætt   Scrophulariaceae (Grímublómaætt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Vex í votlendi með tjarnarbökkum og á uppþornuðum tjarnastæðum.
     
Blómlitur   Ljósfjólublár
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hæð   0.10-0.20 m
     
 
Vaxtarlag   Skriðul, jarðlæg jurt, 10-20 (-40) sm á hæð. Stönglarnir eru jarðlægir og læpulegir, greinóttir neðan til og uppsveigðir í endann.
     
Lýsing   Laufin 10-20 mm á lengd, gagnstæð, lensulaga, hárlaus og ydd, heilrend eða gistennt og örlítill kirtilnabbi er við hverja tönn. Klasa- og blómleggir eru mjóir og oft hlykkjóttir.Blómin legglöng, í greindum, stakstæðum blómskipunum í öxlum efri laufblaða eða háblaða. Krónublöðin fjögur, 3-4 mm í þvermál, ljósfjólublá. Bikarblöðin græn, sporbaugótt eða oddbaugótt. Tveir fræflar og ein fræva með einum stíl, aldinin hjartalaga. Blómgast í júlí. 2n=18. LÍK/LÍKAR: Auðgreind frá öðrum deplum á skriðulum stönglum og mjóum blöðum.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Víða um landið við tjarnir og leirur, algengust á Suðvesturlandi og miðju Norðurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Evrópa, Kanada, Indla, Balí, Mexíkó, Marokkó, Nýja Sjáland, Perú, N Ameríka.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is