Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Viola palustris
Ættkvísl   Viola
     
Nafn   palustris
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 934 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mýrfjóla
     
Ætt   Violaceae (Fjóluætt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Vex í snöggu deiglendi, votlendi, valllendi og rökum giljabollum. Algeng um allt land.
     
Blómlitur   Ljósfjólublár með dekkri æðum
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hæð   0.03-0.10 m
     
 
Mýrfjóla
Vaxtarlag   Jurtin er 3-10 sm á hæð. Blóm- og blaðleggir vaxa upp af láréttum, greindum jarðstönglum.
     
Lýsing   Blöðin eru íhvolf, grunnbogtennt eða sagtennt, nýrlaga og hárlaus á löngum, vængjalausum eða mjóvængjuðum stilk. Blómin ljósfjólublá, oft með áberandi dökkum æðum, einsamhverf, drúpandi, á löngum, uppréttum leggjum og heldur minni en á týsfjólu. Sporinn samlitur krónunni. Bikarblöðin snubbótt, nær sporbaugótt með ljósum himnufaldi. Ein fræva og fimm, rauðbrúnir fræflar. Aldinið er þrístrent hýði sem klofnar í þrennt við þroskun. Á blómstilkum eru tvö örsmá forblöð um eða rétt fyrir neðan miðju. Blómgast í maí-júní. 2n=48. LÍK/LÍKAR: Birkifjóla & Týsfjóla. Mýrfjólan auðgreind frá henni á staðsetningu forblaðanna um miðbik blómleggsins því að blaðkan er alveg nýrlaga og hárlaus. Týsfjóla auðþekkt á stærri blómum og ólíkri blaðlögun.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Algeng í votlendi um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Kanada, Grænland, Mexíkó, Marakkó, N Ameríka.
     
Mýrfjóla
Mýrfjóla
Mýrfjóla
Mýrfjóla
Mýrfjóla
Mýrfjóla
Mýrfjóla
Mýrfjóla
Mýrfjóla
Mýrfjóla
Mýrfjóla
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is