Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr
Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar
|
Ættkvísl |
|
Viola |
|
|
|
Nafn |
|
riviniana |
|
|
|
Höfundur |
|
Reichenb., Iconogr. Bot. Pl. Crit. 1 : 81 (1823) |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Skógfjóla |
|
|
|
Ætt |
|
Violaceae (Fjóluætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Viola insularis Gren. & Godron
Viola riviniana subsp. minor (Greg.) Valentine
Viola riviniana subsp. riviniana |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í kjarrlendi, vel grónum brekkum og á lyngheiðum. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Fjólublár |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní |
|
|
|
Hæð |
|
0.10-0.20 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Dökkir ógreindir jarðstönglar ógreindir, hnúðóttir með blaðleifum og mörgum örum eftir blaðfæturnar. Ofanjarðarstöngullinn visnar alveg burt að hausti. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin þunn, hjartalaga og nær hárlaus. Blómin fjólublá með dekkri æðum. Blómgast í júní. 2n=40.
LÍK/LÍKAR: Týsfjóla. Auðgreind frá týsfjólu á hlutfallslega breiðari, hjartalaga blöðum og bláleitari sporum sem eru mjórri í endann. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
2,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Fremur sjaldgæf en nokkuð útbreidd á fáum svæðum, sunnanverðum Reykjanesskaga, miðju Snæfellsnesi, utan til á Flateyjarskaga við Eyjafjörð og norðan Reyðarfjarðar á Austfjörðum. Mjög sjaldséð utan þessara svæða.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Kanada, Evrópa, Marokkó, Nýja Sjáland, Rússland, N Ameríka o.v. |
|
|
|
|
|