Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Euphrasia calida
Ættkvísl   Euphrasia
     
Nafn   calida
     
Höfundur   Yeo, Bot. Jour. Linn. Soc. 64: 359 (1971)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hveraaugnfró
     
Ætt   Scrophulariaceae (Grímublómaætt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Einær jurt, hálfsníkill
     
Kjörlendi   Við volgrur og jarðhita og hveri.
     
Blómlitur   Hvítur-fjólublár
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hæð   0.05-0.20 m
     
 
Vaxtarlag   Mjög sjaldgæf friðlýst planta bæði skv. íslenskum. lögum og einnig skv. Bernarsamningnum. Einær jurt, sem er hálfsníkill. Stöngull uppréttur, allt að 20 cm hár. Greinar bogsveigðar-uppréttar eða uppsveigðar bera (=0) 1-5 pör, grein stöku sinnum aftur með greinar. Stöngullauf um 1-3-fleiri, stöngulliðir neðan við blómin um 1-2 5-fleiri, lengd stoðblaða breytileg. Lík E. micrantha & E. scottica í útliti, en laufin eru minni og breiðari, bikar himnukenndur, og hýði oftast frábrugðið á þann hátt að vera styttra og bogadregnara, kringluleitara.
     
Lýsing   Lauf smá, fölgræn, stöku sinnum brún- eða purpuralit, dálítið snörp eða gis-stinnhærð sjaldan kirtilhærð, blómleggir tvöfalt lengri. Stilklauf um 3-10 mm löng, aflöng eða egglaga-aflöng, grunnur bogadreginn eða fleyglaga, tennur grunnar, snubbótar eða yddar, 1-5 hvoru megin, eru með snubbótta eða sljóydda endatönn. Efri stoðblöð um 5-9 mm löng, breiðegglaga eða breið tígullaga, eru með bogadreginn eða breiðfleyglaga grunn, tennur laufa jafn langar og breiðar eða lítið eitt lengri, sjaldan miklu lengri, grunnlauf stundum skástæð. Blóm mynda (3°-) 4°-9°horn við plöntuna/stilkinn. Bikarpípa hvít himnukennd, æðar dökkna stundum, tennur skakktígullaga. Króna (4,5-) 5-6,5 mm löng, neðri vör hvít, efri stundum lillalit. Hýði 3,5-5(-6) mm löng. stundum er bikarinn miklu styttri, lengdin jöfn tvöfaldri breiddinni eða styttri, breiðöfugegglaga eða stöku sinnum aflöng, bogadregin eða bugskert í oddinn, randhærð. Lauf ekki purpurlit á neðra borði. Bikar hvítleitur og himnukenndur nema tennurnar. Blómin oftast hvít. Hýði oftast miklu styttri en bikarinn. Talin í útrýmingarhættu. LÍK/LÍKAR: Hveraaugnfróin er frábrugðin hinum íslensku augnfrónum að því leyti að hún er hávaxin og greinóttari, laufin eru minni og breiðari, bikar himnukenndur,hýði oftast styttra og bogadregnara, lauf minna hærð og krónan er mun stærri en hjá öðrum augnfróa-tegundum nema E. arctica ssp. tenuis.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   9, HKr, FlNoEv ? V.H. Heywood: Flora Europaea. Notulae Systematicae No. 11 - pp. 359-361
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Á örfáum stöðum suðvestanlands, eingöngu við jarðhita. Talin vera einlend á Íslandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Hvergi
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is