Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
|
Ættkvísl |
|
Draba |
|
|
|
Nafn |
|
arctogena |
|
|
|
Höfundur |
|
(E. Ekman) E. Ekman |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Heiðavorblóm |
|
|
|
Ætt |
|
Krossblómaætt (Brassicaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Draba groenlandica E. Ekman v. arctogena E. Ekman, Svensk Bot. Tidskr. 23: 486. 1930; D. cinerea Adams v. arctogena (E. Ekman) B. Boivin |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
3-14 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Þýfður fjölæringur, stöngulstofn greinóttur(stundum með langæar laufleifar) myndar stundum leggi á blómleggnum. Stönglar ógreindir, 3-14 sm, dúnhærðir, hæringin ógreind, 0,2-1 mm og 2-5-geisla, 0,05-0,3 mm. Grunnlauf í hvirfingum, með lauflegg. Grunnur leggsins og jaðrar randhærðir, (hæringin oftast ógreind, 0,2-1 mm), blaðkan öfuglensulaga til mjó öfugegglaga, 0,4-1,7 sm x 1,5-6 mm, heilrend eða með 1-3 tennur á hvirri hlið, dúnhærð bæði ofan og neðan einkum með ógreind hár, 0,3-1 mm, með leggjaða 4-10 geisla hæringu á neðra borði, 0,1-0,2 mm. Legglauf 0-1, legglaus, blaðkan egglaga til aflöng, jaðrar tenntir eða heilrendir, dúnhærð á báðum borðum eins og grunnlaufin. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómklasar 2-14(-17)-blóma, ekki með stoðblöð, lengjast við aldinþroskann, aðalleggur ekki bugðóttur, dúnhærður eins og stöngullinn. Aldinleggir hálfuppréttir til uppsveigðir, beinir, 1-5(-7) mm, dúnhærðir, hárin ógreind og 2-4 geisla. Bikarblöð egglaga, 1,8-2,5 mm, dúnhærð (hárin ógreind og leggstutt, 2-4-geisla). Krónublöðin hvít, spaðalaga, 3-4 x 1,5-2 mm, frjóhnappar egglaga, 0,3-0,4 mm. Skálpar aflangir, sléttir, útflattir, 4-9 x 2-3,5 mm, skálpalokar dúnhærðir, hár stuttleggjuð, 2-4 geisla, 0,1-0,5 mm, stundum ógreind hár. Eggbú 20-32 í hverju egglegi, stíll 0,1-0,4 mm (fræni greinilega breiðara en stílinn). Fræ egglaga, 0,7-1 x 0,5-0,6 mm. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Grænland. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Grýttur, sendinn, rakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
= www,efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=250094718 Flora of North America |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir. |
|
|
|
Reynsla |
|
Ekki í Lystigarðinum 2015. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Draba arctogena er stundum ruglað saman við D. norvegica, en klasar með aldin eru ekki eins langir, hár á neðra borði laufa eri 4-10 geisla (í samanburði við krosslaga eða sjaldan 2-6-geisla hárum) og aldinum með 2-4 geisla hárum, 0,1-0,5 mm (í samanburði við hárlaus eða með ógreind hár og 2-4 geisla hárum, 0,05-0,25 mm).
|
|
|
|
|
|