Halldór Laxness

"Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."

Rhododendron ‘Helsinki University’
Ættkvísl   Rhododendron
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Helsinki University’
     
Höf.   (Marjatta Uosukainen 1974) Finnland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Bleikur m. appelsínulitar flikrur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   90-120 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Runninn er uppréttur, verður 90-120 sm hár á 10 árum er þéttvaxinn og mjög harðgerður, ekki með hreistur. Hann getur orðið allt að 2 m þegar hann hefur áð fullum þroska. Ungar greinar eru með rauðleita slikju.
     
Lýsing   Foreldrar (♀ × ♂): Foreldrar (♀ × ♂): (R. brachycarpum ssp tigerstedtii x ?). Laufin eru öfuglensulaga, rauðleit þegar þau eru ung, verða græn þegar þau eldast. Blómin eru opin, trektlaga, bleik með appelsínulitar flikrur.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Lífefnaríkur, frjór, vel framræstur, súr, hæfilega rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H1
     
Heimildir   http://www.mm.helsinki.fi, http://www.hirsutum.info, http://www.mtshadow.com
     
Fjölgun   Síðsumargræðlingar, sveiggræðsla, ágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeð með síaða birtu.
     
Reynsla   Plantan var keypt í Lystigarðinn 2005 og gróðursett í beð það sama ár. Þrífst vel, kelur ekkert og blómstrar.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Yrkinu var gefið nafnið ‘Helsinki University’ 1990 á 350 ára afmæli háskólans. Talinn þola allt að -40°C erlendis.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is