Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Rhododendron |
|
|
|
Nafn |
|
|
|
|
|
Höfundur |
|
|
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Blumiria' |
|
|
|
Höf. |
|
(Hachmann 1978), Þýskaland. |
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
|
|
|
|
Ætt |
|
Lyngætt (Ericaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Rhododendron impeditum `Blumiria` |
|
|
|
Lífsform |
|
Sígrænn runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sólríkur vaxtarstaður eða hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Skærpurpura. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní. |
|
|
|
Hæð |
|
60 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Þéttvaxinn og lágvaxinn runni, sem getur orðið 45 sm hár og 90 sm breiður á 10 árum. |
|
|
|
Lýsing |
|
Foreldrar (♀ × ♂): (russatum × impeditum) 'Azurika' × (gráfjólublátt form af impeditum × augustinii) Blue Tit Group.
Blómin skærpurpura til geislandi fjólublá. Laufin dökkgræn, glansandi. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Lífefnaríkur, súr, vel framræstur og hæfilega rakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
http://www.pflanzen.biz
http://www.rhodogarden.com
http://www.garten-pur.de
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Síðsumargræðlingar, sveiggræðsla, ágræðsla. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Runnanum er plantað stökum eða nokkrum plöntum saman og/eða með öðrum tegundum. |
|
|
|
Reynsla |
|
Plantan var keypt í Lystigarðinn 2000 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Kelur mismikið, blómstrar af og til vel. Árið 2010 var ekkert kal og plantan blómstraði.
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR:
Harðgerður runni, talinn þola allt að – 27°C erlendis.
|
|
|
|
|
|