Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Rhododendron nitidulum v. omeiense
Ættkvísl   Rhododendron
     
Nafn   nitidulum
     
Höfundur   Rehder & E. H. Wilson in Sargent
     
Ssp./var   v. omeiense
     
Höfundur undirteg.   M. N. Philipson & Philipson
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Bleik-lilla eða fjólublá-purpura.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hæð   20-100 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Sígrænn, lítill, uppréttur eða uppsveigður runni, 20-100(-150) sm hár, smágreinar stuttar, sverar, hreistraðar.
     
Lýsing   Laufleggir 1–2 mm, með hreistur, blaðkan egglaga til oddbaugótt, 0,7–1 × 0,3–0,6 sm, grunnur breið-fleyglaga til bogadreginn, oddur snubbóttur eða bogadreginn, laufoddur enginn eða ógreinilegur. Neðra borð er með hreistur sem ná saman eða eru sköruð, móleit, stundum með fáein dekkri hreistur innan um þau móleitu. Efra borð dökkgrænt, glansandi, hreistur ná saman. Klasinn 1-2 blóma. Blómleggurinn 0,5–1,5 sm, með hreistur. Bikar bleikur, flipar (1,5–)2–3 mm, egglaga til aflöng-egglaga, hanga áfram við aldinið, með hreistur, jaðrar oftast randhærðir. Krónan breið-trektlaga, bleik-lilla eða fjólublá-purpura, 1,2–1,5 sm löng. Krónupípan 4–6 mm, ekki með hreistur á ytra borði, gin dúnhært. Fræflar (8–)10, jafnlangir og/eða ögn lengri en krónan, frjóþræðir langhærð við grunninn. Eggleg um 2 mm, þétthreistruð. Stíll lengri en fræflarnir, hvorki með hreistur né hár. Fræhýði egglaga, 3-5 mm, þétthreistruð.
     
Heimkynni   M Sichuan.
     
Jarðvegur   Súr, lífefnaríkur, rakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.hirsutum.info, www.eFloras.org Flora of China
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeð þar sem sólskinuð er ekki of stekt.
     
Reynsla   Plantan var keypt 2000 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Þrífst vel. Falleg planta sem kelur yfirleitt lítið, blóm stöku ár.
     
Yrki og undirteg.   v. omeiense M. N. Philipson & Philipson, er með hreistur í tveimur litum á neðra borði, yfirleitt móleit en nokkur dekkri innan um þau móleitu.
     
Útbreiðsla   Fundin í heiðum og grýttum brekkum í 3200-3500 m hæð í heimkynnum sínum.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is