Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Rhododendron ‘Rosa Mundi’
Ættkvísl   Rhododendron
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Rosa Mundi’
     
Höf.   (Standish & Noble 1860) England.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti   Rhododendron ‘Rosamundii’.
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Skærbleikur-ljósbleikur.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   150 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Ávalur-kúlulaga runni. Runninn nær um 150 sm hæð á 10 árum.
     
Lýsing   Foreldrar (♀ × ♂): (R. caucasicum × ?). Hann er meira eða minna kúlulaga í vextinum og með hreistur. Blómin eru skærbleik-ljósbleik í litlum klösum. Laufin eru ögn lengri en á R. ‘Christmas Cheer’ og er sögð blómstra nokkru seinna en Christmas Cheer. Þarf frjóan, vel framræstan jarðveg. Gott er að bæta moldina með safnhaugamold eða öðru lífrænu efni áður en plantað er. Þar sem Rhododendron plöntur hafa grunnt rótakerfi þurfa þær reglulega vökvun yfir sumarið, ekki síst á þeim tíma sem knúbbar fyrir næsta árs blóm eru að myndast. ;
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Lífefnaríkur, súr, vel framræstur, hæfilega rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z6
     
Heimildir   http://www.hirsutum.info, http://www.greatplantpicks.org
     
Fjölgun   Síðsumargræðlingar, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeð þar sem birtan er síuð.
     
Reynsla   Plantan var keypt í Lystigarðinn 2000 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. 2010: ekkert kal, með blóm. Í hvamminum, stórt og flott eintak.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is