Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Rhododendron 'Scarlet Wonder'
Ættkvísl   Rhododendron
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Scarlet Wonder'
     
Höf.   (Hobbie/Le Feber (1960) Þýskaland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   Sterkrauður.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   60-90 (90-120) sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Sígrænn runni sem verður 60-90 sm hár og 90-120 sm breiður. Runninn er þéttvaxinn með hreistur.
     
Lýsing   Foreldrar (♀ × ♂): 'Essex Scarlet' × R. forrestii Repens Group) =( ? × ?) × R. forrestii Repens Group Blómskipunin er klasi af sterkrauðum blómum fyrri hluta sumars. Blómin er bylgjuð og breiðtrektlaga, ilmlaus og ekki með neina bletti eða doppur. Runninn er oft um hnéhár, með lítil, oddbaugótt milligræn lauf. Laufin mjög snúin og með áberandi æðar. ;
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Lífefnaríkur, vel framræstur og súr.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H5
     
Heimildir   7, http://www.hirsutum.info, http://www.learn2grow.com, http://www.davesgarden.com
     
Fjölgun   Síðsumargræðlingar, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Jarðvegur þarf að vera mjög lífefnaríkur, vel framræstur og súr. Hentar vel í blandaða beðkanta og steinhæðir. Plantan þarf meðalvökvun, vökvið reglulega en ofvökvið ekki. Plönturnar eru gróðursettar grunnt og molta eða trjákurl sett kring um hana til að halda rakanum betur í möldinni og að halda illgresi niðri. Ef nauðsynlegt er plantan snyrt strax að blómgun lokinni og áður en knúbbar næsta árs myndast. Gætið þess að gróðursetja plöntuna þar sem hún hefur nóg pláss til að ná fullri stærð. Yrkinu ‘Scarlet Wonder’ líkar svalir vetur, meðalhlý sumur og að vera í hálfskuggi.
     
Reynsla   Plantan var keypt í Lystigarðinn 2006 og gróðursett í beð það sama ár. Ekkert kal t.d. 2007 og 2010 og með blóm bæði árin. Neðst í hvamminum og blómgast vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Hefur hlotið viðurkenningu t.d. RHS AGM (Award of Garden Merit, hjá Royal Horticultural Society). Sólríkur vaxtarstaður eða hálfskuggi. Hlutar plöntunnar eru eitraðir og ætti ekki að leggja sér til munns.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is