Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Paeonia lactiflora 'Karl Rosenfield'
Ættkvísl   Paeonia
     
Nafn   lactiflora
     
Höfundur   Pall.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Karl Rosenfield'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Silkibóndarós
     
Ætt   Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölæringur.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Dökkvínrauður.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð  
     
Vaxtarhraði   Meðalhraðvaxta.
     
 
Silkibóndarós
Vaxtarlag   Fjölæringur, 75-90 sm hár og álíka umfangsmikill.
     
Lýsing   Blómin eru dökk vínrauð, ilmandi, fyllt. Laufið er djúpskert, milligrænt, rauð-koparlitt snemma vors þegar það er að koma upp.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, vel framræstur, hæfilega rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = http://www.mobot.org, http://www.crocus.co.uk, http://.www.worldsendgarden.co.uk
     
Fjölgun   Skipting rótarhnýðis að haustinu.
     
Notkun/nytjar   Í beð. Mælt er með því að skýla ungum plöntum fyrir frostum. Sníðið dauð blóm af að blómgun lokinni. Snemma á vorin er bætt áburði sem leysist hægt upp, ofan á moldina kring um plöntuna, t.d. moltu, safnhaugamold eða gömlum húsdýraáburði. Ef plantan virðist ætla að koðna niður eða ef laufin verða blettótt getur það verið merki um sveppasýking ((Botyritus) þrúgumygla/grásveppur/grámygla). Fjarlægið þá sýkt lauf strax. Að haustinu er svo allt lauf og leggir skornir af og fjarlægðir til að koma í veg fyrir endursmit næsta vor.
     
Reynsla   Tvær plöntur keypt í Lystigarðinn 1989, gróðursettar í beð sama ár og fluttar í annað beð 1990. Ein planta í viðbót keypt 2003 og gróðursett í beð sama ár. Báðar þrífast vel og blómstra.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Bóndarósir eru dáðar fyrir stór og falleg blóm og gljáandi, djúpskert lauf. Þær eru í miklu uppáhaldi hjá mörgum garðeigendum þrátt fyrir stuttan blómgunartíma og að þær eru viðkvæmar fyrir votviðri.
     
Silkibóndarós
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is