Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Primula veris ssp. macrocalyx
Ættkvísl   Primula
     
Nafn   veris
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var   ssp. macrocalyx
     
Höfundur undirteg.   (Bunge) Lüdi
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sifjarlykill
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Gullgul með appelsínugulan eða rauðan blett við grunn.
     
Blómgunartími   Maí.
     
Hæð   20-30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Sifjarlykill
Vaxtarlag   Blaðhvirfing með upprétt lauf í fyrstu en verða smátt og smátt útbreiddari eftir því sem líður á sumarið. Blómstönglar stinnir, uppréttir.
     
Lýsing   Blaðkan er oddbaugótt, meira eða minna grálóhærð á neðra borði, oft hárlaus, mjókkar smám saman að löngum laufleggnum. Bikar 1,5-2 sm, oft mikið hærður. Krónan 1,8-2,8 sm, krónupípan nær fram úr bikarnum.
     
Heimkynni   SA Rússland, N Asía, A Tyrkland.
     
Jarðvegur   Frjór, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1,
     
Fjölgun   Skipting að hausti, sáning að vori. Fræ þarf ekki kuldatímabil.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð, í breiður.
     
Reynsla   Þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Sifjarlykill
Sifjarlykill
Sifjarlykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is