Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Ranunculus insignis
Ættkvísl   Ranunculus
     
Nafn   insignis
     
Höfundur   Hook. f
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð  
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, stönglar grenóttir, 10-90 sm.
     
Lýsing   Grunnlauf allt að 14-16 sm, egglaga-hjartalaga, bogtennt, leðurkennd, dökkgræn, oftast með löng brún hár á neðra borði. Stöngullauf 3-flipótt. Blómin 3-20, gul, 2-5 sm í þvermál. Bikarblöð egglaga-aflöng, verða baksveigð, hárlaus eða hærð. Krónublöð 5-6, öfugegglaga, framjöðruð eða bogadregin. Fræhnotir hliðflatar, hærð, með kjöl, 2mm, trjóna grönn.
     
Heimkynni   Nýja Sjáland.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, rakur, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   8
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeð.
     
Reynsla   Er ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is