Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Rosa 'Allotria'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Allotria'
     
Höf.   (Tantau 1958) Þýskaland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Skær-appelsínugulur-skarlatrauður.
     
Blómgunartími   Ágúst- september.
     
Hæð   40-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Þetta er klasarós. Hæð runnans er 40-60 (90-120) sm og hann er 60-90 sm breiður með meðalstór lauf.
     
Lýsing   Foreldrar: ‘Fanal’ × fræplanta af ‘Cinnabar’. Rósin myndar meðalstór, ilmandi, skær-appelsínugul-skarlatrauð blóm, sem eru í stórum klösum. Lauf dökkgrænt og glansandi. Blómstrar allt sumarið erlendis. Blómin fyllt, upprétt og glæsileg, ilma lítið eitt. Ræktað í sól til mikilli sól. Blómstrar á nýja sprota og því er mælt með að runninn sé klipptur/snyrtur snemma svo nýjir sprotar komi sem fyrst. ;
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Sendinn, leirborinn, meðalrakur til rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.backyardgardener.com, http://www.davesgarden.com, allthingsplants.com/plants/wiev/1101/Rose-Rosa-Allotria
     
Fjölgun   Græðlingar, brumágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Í hlý og sólrík beð meðfram veggjum.
     
Reynsla   Tvær plöntur hafa verið reyndar í Lystigarðinum, lifðu 4 og 7 ár, sú skammlífari misfórst í vetrargeymslu. Þriðja eintakið er frá 2008 og lifir 2009.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is