Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Campanula aucheri
Ćttkvísl   Campanula
     
Nafn   aucheri
     
Höfundur   A. DC.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sunnuklukka
     
Ćtt   Campanulaceae (Bláklukkućtt)
     
Samheiti   C. argunensis Rupr.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Dökkfjólublár/hvítt auga
     
Blómgunartími   Júlí-ág.
     
Hćđ   -0.1m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Sunnuklukka
Vaxtarlag   Fjölćringur međ stólparót og litlar blađhvirfingar viđ jörđ.
     
Lýsing   Stofnstćđu laufin aflöng-spađalaga, bogtennt, allt ađ 4 sm löng. Blóm yfirleitt stök međ 5-10 sm háa leggi. Blómin sjálf 2,5 sm löng, bjöllulaga, fjólublá til fölblá međ hvítu auga, mikiđ gljáandi ađ innan og fíndúnhćrđ. Blómgast í júlí.
     
Heimkynni   fjöll Armenía til Íran
     
Jarđvegur   léttur, framrćstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Skipting, sáning
     
Notkun/nytjar   Steinhćđir, kanta, ţyrpingar
     
Reynsla   Lítt reynd. Hefur ţó vaxiđ samfellt í N10 frá 2003 og ţrífst ţar međ ágćtum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Sunnuklukka
Sunnuklukka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is