Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Rosa canina
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   canina
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hundarós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fölbleikur eða hvítur.
     
Blómgunartími   Júní-ágúst.
     
Hæð   150-550 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Hundarós
Vaxtarlag   Þróttmikill runni neð bogsveigðar, stundum klifrandi greinar, 150-550 sm með strjála, sterka, krókbogna, ± jafnlanga þyrna, engin þornhár. Axlablöð mjó eða breið.
     
Lýsing   Laufin sumargræn, smáblöð 5-7, mjó oddbaugótt til egglaga, 1,5-4 sm, ydd eða oftast, hárlaus bæði ofan og neðan, stundum með kirtiltennur eða dúnhærð á æðastrengjunum á neðra borði, jaðrar með einfaldar eða samsettar tennur. Stoðblöð oft breið. Blómsæti slétt. Blómin stök eða 2-5, einföld, ilmandi, 2,5-5 sm í þvermál. Bikarblöð með hliðaflipa, oftast hárlaus á ytra borði, baksveigð og detta af að blómgun lokinni. Krónublöðin hvít eða fölbleik. Stílar ekki samvaxnir, ná fram úr blóminu, fræni ullhærð eða hárlaus. Nýpur egglaga eða næstum hnöttóttar, rauðar til appelsínugular, 1-3 sm, sléttar.
     
Heimkynni   Mest öll Evrópa & SV Asía, NV Afríka (hefur numið land í N Ameríku).
     
Jarðvegur   Meðalrakur, frjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Viðkvæm fyrir hunangssvepp.
     
Harka   H3
     
Heimildir   2, www.pfaf.org/user/plant.aspx?LatinName=Rosa+canina
     
Fjölgun   Sáning, rótarskot, vetrargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í limgerði, í beð, í þyrpingar.
     
Reynsla   Hundarósin kom sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað.(2009).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Hundarós
Hundarós
Hundarós
Hundarós
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is