Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Rosa 'Louise Odier'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Louise Odier'
     
Höf.   (Margottin 1851) Frakkland
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   R. "Mme de Stella".
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Bleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   - 180 (-200) sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Yrkið kom fram hjá Margottin í Frakklandi 1851, fræplanta frá Émile Courtier). Stór rósarunni, 180 sm hár, blómin bleik, blómstrar lengi. Kröftug búrbonrós (100-300 x 120 sm), sem getur orðið allt að 200 sm há ef hann vex upp við vegg.
     
Lýsing   Laufin eru hraust og ljósgræn. Blómviljig. Blómin eru í meðallagi stór, mjög falleg í laginu, skálarlaga, þéttfyllt með 28 krónublöð og ljósrósbleik, ilma nokkuð. Form blómsins minnir á blóm kamelíu. Ilmurinn er góður og blómgunartíminn nær yfir allt sumarið og fram á haustin. Greinar mynda boga. Lauf matt, skærgrænt. Fallegar nýpur. Gömul, harðgerð planta.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, vel framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar   Viðkvæm fyrir svartroti og mjölsvepp.
     
Harka  
     
Heimildir   Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, http://www.hesleberg.no, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/51652/#b
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Ætti að klippa niður í 150 sm hæð. Hægt að fjölga með stiklingum. Sólríkur vaxtarstaður, þarf næringarríkan jarðveg Þolir ekki skugga. Ein planta á m². Notuð í beð, stök eða nokkrar saman eða sem klifurrós.
     
Reynsla   Rosa ‘Louise Odier' hefur verið reynd í tvígang í Lystigarðinum og drepist eftir 1-2 ár. Ný planta var keypt 2007 og hún lifir 2009.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Nefnd eftir ballettmær í París á 19. öld.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is