Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Rosa 'Cuisse de Nymphe Emué'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Cuisse de Nymphe Emué'
     
Höf.   (Vibert 1835) Frakkland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Rosa x alba L. 'Incarnata', Rosier Blance Royal, La Royale, Belle Thérèse, Great Maiden’s Blush. Rosa × alba L. 'Maiden’s Blush'.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Ljós lifrauður - ljósbleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   - 150 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   (Rosa alba L x Rosa centifolia L.). Rosa 'Cuisse de Nymphe Emué' er alba rós. Talin hafa orðið til fyrir 1400 og óvíst um hver ræktaði hana fram. Runninn er stór, stinnur, kröftugur og uppréttur, einblómstrandi, með stór, fyllt, ljósbleik, ilmandi blóm, uppréttur og kröftugur og getur orðið allt að 150 sm hár og 188 sm breiður með fjölda blóma.
     
Lýsing   Þetta er Rosa x alba rós, antikrós, sem hefur verið þekkt og ræktuð í árhundruð og er vinsæl. Þegar á 15. öld er sagt að hún hafi verið þekkt. Hana má sjá á fjölmörgum blómamálverkum í gegnum tíðina og er ein af elstu sortunum/yrkjunum sem er í ræktun. Knúbbarnir þola illa regn og mikinn loftraka. Blómin eru meðalstór til stór, mjög þéttfyllt með gula fræfla í miðju, krónublöðin óteljandi ljós lifrauð/ljósbleik í miðju og ljósari við jaðrana. Nýpur eru fallegar. Ljósbleiki litur krónublaðanna lýsist með tímanum einkum við jaðra þeirra. Ilmurinn er sterkur og góður. Laufið er grágrænt, stilkarnir aðeins með fáeina þyrna. Visin krónublöð hanga lengi á plöntunni eftir að þau eru dauð, sem þykir miður, því það minnkar skrautgildið. Að öðru leyti er rósin góð. Rósin er mjög breytileg og hin mismunandi form hennar hafa fengið mismunandi nöfn svo sem 'Cuisse de Nymphe Emue', 'La Royale', 'La Virginale', 'La Seduissante' og 'Incarnata', allt nöfn sem skírskota til blómlitarins. Blómið er mjög þéttfyllt með óteljandi krónublöðum sem næstum að segja "vella" út úr blóminu. Blómin eru ljóslifrauð í miðju og ljósari við jaðrana og ilma mjög mikið. ;
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, vel framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   Hanson, Ó. V. ritstj. 1976: Skrúðgarðabókin 2. útg. - Reykjavík, Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981. Thørgersen, C. G. 1988: Synopsis of Broadleved Trees and Shrubs cultivable as Ornamentals in Boreal Sweden Umeå http://www.hesleberg.no http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.floweringshrubfarm.com/albarose.htm,
     
Fjölgun   Græðlingar, strax og þeir hafa rætst eru þeir settir hver í sinn pott.
     
Notkun/nytjar   Sólríkur vaxtarstaður, ekki skuggþolin. Þarf miðlungi næringarefnaríkan jarðveg. Höfð stök eða í runnabeð, stundum á tígulgrind. Ein planta á m². 'Cuisse de Nymphe Emué' hentar hvort sem í runnabeð eða sem stök á miðja flöt og er líka góð á tígulgrind. Hún þrífst vel í görðum hér á landi. 'Cuisse de Nymphe Emué' ('Maiden’s Blush') er talin skyldust. R. alba v. incarnata (Bean), en af sumum álitin vera blendingur R. arvensis og R. canina, tvær tegundir sem eru ekki mjög harðgerðar.
     
Reynsla   Rosa 'Cuisse de Nymphe Emué' var keypt í Lystigarðinn 1990, plantað í beð 1990 og 2003, plantað í beð 2006. Báðar kala lítilsháttar, vaxa vel og blómstra mikið.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is