Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing) Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.
Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
moyesii |
|
|
|
Höfundur |
|
Hemsley & Wilson |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Eos' |
|
|
|
Höf. |
|
(Ruys 1950) Holland. |
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Meyjarós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól og skjól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Kirsuberjarauður. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
- 240-300 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Foreldrar:: R. moyesii Hemsley & Wilson X R. ‘Magnifica’.
Þetta er R. moyesii blendingur. Kröftug runnarós/klifurrós, en nokkuð gisin í vextinum, verður allt að 300 sm há og 150 sm breið eða meir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin eru einföld-hálffyllt, dökk kirsuberjarauð með hvíta miðju og hring af gulum fræflum, nokkur saman á greinunum. Blómstrar mikið um hásumarið hérlendis, blómin ilma mikið. Laufin smá-meðalstór og fínleg (burknakennd), dökkgræn-græn. ‘Eos’ myndar nýpur aðeins í köldu loftslagi, sem eru flöskulaga og appelsínurauðar.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór jarðvegur, regluleg vökvun, vel framræst. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
Z5 |
|
|
|
Heimildir |
|
Moughan, P. et al. Ed.: The Encyclopedia of Roses
Nicolaisen, 1975: Rosernas Bog - København,
http://www.backyardgardener.com,
http://www.haveabc.dk,
http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
davesgarden.com/guides/pf/go/52452/#b
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Síðsumargræðlingar með hæl, skifting á rótarskotum þegar plantan er í dvala, sveiggræðsla, tekur 12 mánuði. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Ræktuð á sólríkum stað.
Samkvæmt einni goðsögn átti gyðja morgunroðans, Eos, að verða eftir á jörðinni í formi rósar þ. e. leifar af fyrsta morgunroðanum.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Rosa moyesii ‘Eos’ hefur verið fjölmörg ár í Lystigarðinum og er planta frá 1956 eða eldri, stór runni sem þrífst vel og blómstrar mikið og myndar nýpur. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|