Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Rosa 'Nina Weibull'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Nina Weibull'
     
Höf.   (Poulsen Roser A/S 1961) Danmörk.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Poulwei, Nina Weybull,
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Blóðrauður.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   Allt að 90 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Þetta er klasarós (floribunda), sem blómstrar fram í frost. Runninn verður um 90 (100-150) sm hár og 60 sm breiður, mjög harðgerður.
     
Lýsing   Blómin eru mörg, stór, fyllt, með 17-25 krónublöð, blóðrauð með léttan ilm.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, hæfilega rakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   Bjarnason, Á.H. ritstj. 1996: Stóra garðblómabókin Alfræði garðeigandans - Reykjavík Hanson, Ó. V. ritstj. 1976: Skrúðgarðabókin 2. útg. - Reykjavík Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København http://www.hesleberg.no http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.bakker.co.uk/product/floribunda-rose-nina-weibull-/ www.gardens4you.cu/indes.php?/Garden-Tips/Propagation/Take-soft-cuttings, https://www.rhs.org.uk/advice/profile?PID-153
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, 8-12 sm langir með að minnsta kosti tvö brum, vefræktun. Síðsumar- eða vetrargræðsla, rótarskot, brumágræðsla, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Hægt að hafa þessa rós í kerjum eða sem limgerði erlendis. Fjórar plöntur á m². Harðgerð, mjög kröftug, veðurþolin og frostþolin. Sólríkur vaxtarstaður. Næringarríkur jarðvegur, en er sögð jafnvel geta þrifist í mögrum jarðvegi. Notuð í beð, nokkrar saman í þyrpingu, í limgerði og til afskurðar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum hafa verið til plöntur frá 1993 og 2001 sem lifðu 2-3 ár og planta frá 2005, sem misfórst í vetrargeymslu veturinn 2006-2007. Ný planta keypt vorið 2010.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is