Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Rosa orientalis
Ćttkvísl   Rosa
     
Nafn   orientalis
     
Höfundur   Duport ex Ser. in DC.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.   fyrir 1700.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Breiđurós
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti   R. heckeliana Tratt., R. heckeliana subsp. orientalis (Dupont) Meikle
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól- lítill skuggi.
     
Blómlitur   Bleikur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hćđ   Allt ađ 75 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Breiđurós
Vaxtarlag   Lágvaxinn runni, um 60 sm hár eđa hćrri. Ungar greinar ţétthćrđar, ţyrnar sérstaklega fáir, lítiđ eitt bognir til beinir, nállaga og međ breiđan grunn. Einblómstrandi.
     
Lýsing   Smálauf 5(-7), oddbaugótt, oftast um 1,5(-7) sm löng, oddbaugótt til hálfkringlótt, ljósgrćn ofan, grágrćn neđan, dúnhćrđ beggja vegna. Tennur laufanna breiđar og vita fram á viđ. Blómin stök eđa 2-3 saman, krónublöđ allt ađ 2,5 sm löng, einföld, bleik, ilmur lítill eđa enginn, á stuttum legg, leggurinn og bikarinn međ silklöng kirtilhár og ţornhár. Bikarblöđin upprétt. Nýpur sporvala, 1 sm langar.
     
Heimkynni   S Júgóslavía, Grikkland, Albanía, Litla-Asía.
     
Jarđvegur   Međalfrjór, međalrakur, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, www.rogerstoses.com/galleru/DisplayBlock-bid-259-gid-12-source-gallerydefault.asp
     
Fjölgun   Sáning, sumargrćđlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beđ, í ţyrpingar í kanta trjá- og runnabeđa. Ţolir allt ađ -25°C.
     
Reynsla   Tvćr plöntur eru í Lystigarđinum. Ađfengin planta gróđursett 1990, kelur lítiđ, vex vel og blómstrar mikiđ t.d. 2008. Yngri plöntunni var sáđ 1991 og plantađ í beđ 2000, kelur lítiđ eitt og kom međ fáein blóm 2008. Hún er ekki á eins skjólgóđum stađ og sú eldri.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Breiđurós
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is