Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Rosa 'Super Star'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Super Star'
     
Höf.   (Tantau 1960) Þýskaland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Rosa ‘Tropicana’, ‘Rosa Superstar’.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Skær kóralbleik- og appelsínuguflikrótt.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   Allt að 100 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   'Super Star' er um 1 m hár runni, lotublómstrandi, um 60 sm breiður, 20. aldar klasarós, blómviljug, knúbbar yddir myndar ofkrýnd, nokkurn veginn bollalaga, opin blóm, stök eða nokkur saman. Kröftugur, stilklangur terósarblendingur.
     
Lýsing   Blómin eru mjög stór, formfögur, fyllt, skær kóralbleik- og appelsínuguflikrótt með sterka ávaxtailm, eftirsóknarverður litur sem fer vel með plöntum með silfurgrá lauf, hentar best sem stök rós eða með hvítum rósum.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjó, vel framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar   Viðkvæm fyrir mjölsvepp.
     
Harka  
     
Heimildir   Bjarnason, Á.H. ritstj. 1996: Stóra garðblómabókin Alfræði garðeigandans – Reykjavík. Edinger, Philip & al. ed. 1981: How to grow roses – A Sunset Book Lane Publishing Co. – Menlo Park, California. Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog – København. Roy, Hay & Patrick Synge 1969: The Dictionary of Garden Plants in Colour with House and Greenhouse Plants. - George Rainbird LTD 1969 (Svensk översättninga och bearbetning Sven Nilson 1974. Örebro 1974). http://www.horticlick http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm
     
Fjölgun   Græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Harðgerður og duglegur, hálfútbreiddur runni. Sólríkur vaxtarstaður.
     
Reynsla   Lítil reynsla er af Rosa ‘Super Star’. Í Lystigarðinum er til planta sem var keypt og plantað í beð sunnan undir gróðurhúsinu 2008, lifir og blómstrar 2009.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Ein af ‘aðal’ rósunum á nýliðinni öld. Hefur fengið margar viðurkenningar.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is