Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Campanula glomerata
Ættkvísl   Campanula
     
Nafn   glomerata
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Höfuðklukka
     
Ætt   Campanulaceae
     
Samheiti   C. glomerata v. dahurica Ker Gawler, C. eo-cervicaria Nábelek, C. maleevii Fedorov, C. aggregata Willdenow, C. cephalotes Fischer
     
Lífsform   Fjölær
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Dökkfjólublár
     
Blómgunartími   Ágúst-okt.
     
Hæð   0.4-0.8m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Höfuðklukka
Vaxtarlag   Uppréttur, dúnhærður eða hærður fjölæringur með skriðula jarðstöngla, myndar hnausa. Blómstönglar allt að 80 sm háir, kantaðir, stinnir, ógreindir eða lítið eitt greindir, oft rauðleitir.
     
Lýsing   Stofnstæðu laufin dúnhærð eða hærð, aflöng eða egglaga-oddbaugótt, sjaldan næstum kringlótt til hjartalaga, bogtennt, langydd til snubbótt, legglöng. Stöngullauf mjórri með styttri legg eða stilklaus og lykja um stilkinn efst. Blómskipunin þéttir kollar með millibili, endastæðir eða í blaðöxlunum. Bikarflipar lensulaga, langyddir. Enginn aukabikar. Krónan allt að 4 sm, sívöl til treklaga eða bjöllulaga, klofin niður að miðju. Flipar eru langyddir eða snubbóttir, djúpfjólubláir til hvítir. Stíll næstum ekki út úr blóminu. Hýði opnast með götum neðst.
     
Heimkynni   Evrópa, Kákasus, Íran, temp. Asía
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, frjór, rakaheldinn
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   skipting, sáning
     
Notkun/nytjar   Breiður, undirgróður, sumarbústaðaland, kanta, þyrpingar, beð
     
Reynsla   Harðger, auðræktuð, langlíf tegund. Þarf að passa nokkuð þar sem hún er skriðul og breiðist nokkuð út (stinga úr henni árlega. Höfuðklukkan hefur verið lengi í ræktun hér á landi. Mjög gamlar plöntur eru í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.   'Dahurica' 50-60 sm dökkblá, 'Acaulis' 15 sm dökkfjólublá, 'Alba' með hvít blóm, 'Crown of Snow' blómin endastæð, hvít í þéttum kolli, 'Joan Elliot' blóm smá, fjólublá, 'Superba' 60 sm, blóm fjólublá-purpura. Campanula glomerata v. dahurica Fisch ex Ker Gawler er allt að 75 sm há, með grófgerðari blóm, djúppurpura.
     
Útbreiðsla  
     
Höfuðklukka
Höfuðklukka
Höfuðklukka
Höfuðklukka
Höfuðklukka
Höfuðklukka
Höfuðklukka
Höfuðklukka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is