Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Campanula latifolia
Ćttkvísl   Campanula
     
Nafn   latifolia
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Risaklukka
     
Ćtt   Campanulaceae (Bláklukkućtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Bláfjólublár
     
Blómgunartími   Júlí-september
     
Hćđ   0.8-1.5 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Risaklukka
Vaxtarlag   Uppréttur fjölćringur, hárlaus, fíndúnhćrđur eđa ögn hćrđur. Blómstönglar uppréttir, beinvaxnir, allt ađ 1,5 m, ógreindir, sljókantađir.
     
Lýsing   Stofnstćđu laufin allt ađ 12 sm, egglaga, aflöng til breiđlensulaga, hjartalaga, langydd, hárlaus eđa lítiđ eitt hćrđ, tennt, legglöng. Stöngullauf egglaga nćstum heilrend, leggir styttast upp eftir stilknum og laufin verđa nćstum stilklaus efst. Blóm leggstutt, fjölmörg, flest í blađöxlunum, upprétt eđa drúpandi í strjálblóma klasa, stök í blađöxlunum eđa nokkur saman í endakolli. Bikarflipar bandlensulaga, langyddir, tenntir, útstćđir til uppréttir, hárlausir. Enginn aukabikar. Krónan trektlaga til bjöllulaga allt ađ 5 sm og klofin niđur ađ 1/4, flipar yddir, ljósbláir til fölgráfjólubláir. Stíll nćstum ekki út út blóminu. Hýđi egglaga, drúpandi og opnast međ götum neđst. Ţarf virkilega góđa uppbindingu.
     
Heimkynni   N Tyrkland, N & M Íran, M Asía & V Himalaja til V Síbería
     
Jarđvegur   Léttur, framrćstur, frjór, rakaheldinn
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Skipting, sánging
     
Notkun/nytjar   Beđ, undirgróđur á skýldum stöđum
     
Reynsla   Ţrífst vel og hefur lengi veriđ rćktuđ í görđum hérlendis og í Lystigarđinum en ţar hafa bćđi afbrigđiđ v. macrantha og yrkiđ 'Alba' lengi veriđ til og önnur yrki líka hin síđari ár.
     
Yrki og undirteg.   'Alba´ međ hvít blóm, stöku sinnum međ bláan hring neđst. 'Brantwood' krónan djúpfjólublá. Campanula latifolia v. macrantha Fisch. ex Hornem. frá Kákasus er međ fjólublá blóm sem eru stćrri og dekkri og standa lengur en á ađaltegundinni.
     
Útbreiđsla  
     
Risaklukka
Risaklukka
Risaklukka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is