Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Cotoneaster microphyllus v. cochleatus
Ættkvísl   Cotoneaster
     
Nafn   microphyllus
     
Höfundur   Wallich. ex Lindl.
     
Ssp./var   v. cochleatus
     
Höfundur undirteg.   (Franch.) Rehder & E.H. Wilson
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hulumispill
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti   Cotoneaster cochleatus (Franch.) G. Klotz
     
Lífsform   Sígrænn jarðlægur runni
     
Kjörlendi   Sól eða hálfskuggi
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Vor-snemmsumars
     
Hæð   0,3-0,5 m (- 0,8 m)
     
Vaxtarhraði   Hægvaxta
     
 
Hulumispill
Vaxtarlag   Lágvaxinn, útbreiddur, runni, greinar rótskeyttar þar sem þær ná snertingu við mold.
     
Lýsing   Lauf 0,5-1 sm, gormstæð, oddbaugótt-egglaga glansandi græn ofan, grá neðan, blómin hvít, einföld, blómstrar á greinunum. Aldin rauð. hnöttótt.
     
Heimkynni   Himalaja.
     
Jarðvegur   Léttur jarðvegur, meðalfrjór, vel framræstur,
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Sumargræðlingar með hæl, haustsáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, einnig sem þekjuplanta á sólríkum vaxtarstað. Hún myndar þétta gróðurbreiðu.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur sem sáð var til 2000 og gróðursettar í beð 2003 og 2004, Fallegar plöntur sem þrífast vel. Einnig tvær plöntur sem sáð var til 2001 og gróðursettar í beð 2004, þrífast vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Hulumispill
Hulumispill
Hulumispill
Hulumispill
Hulumispill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is