Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Rhododendron ‘P.M.A. Tigerstedt’
Ættkvísl   Rhododendron
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘P.M.A. Tigerstedt’
     
Höf.   (Marjatta Uosukainen 1974) Finnland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti   Rhododendron 'Peter Tigerstedt'.
     
Lífsform   Runni.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími  
     
Hæð   160-200 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttur og útbreiddur runni.
     
Lýsing   Runninn er ekki með hreistur. Hann nær 160 sm hæð á 10 árum, getur orðið meira en 2 m hár, ekki mikið greindur. Hann verður gisinn og útbreiddur í skugga en þéttari í hálfskugga. Lauf dökkgræn, hárlaus, mjó-öfugegglaga. Blóm opin, trektlaga, næstum hvít með dökk blóðrauðar/blóðbrúnar smádoppur á efsta krónublaðinu.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Lífefnaríkur, súr, vel framræstur, hæfilega rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H5
     
Heimildir   http://www.hirsutum.info http://pro.tsv.fi http://www.rhodogarden.com
     
Fjölgun   Síðsumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeð þar sem birtan er ekki sterk.
     
Reynsla   Plantan var keypt í Lystigarðinn 2000 og gróðursett í beð 2001, Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Yfirleitt ekkert eða lítið kal, blóm af og til, ekkert kal og með blóm t. d. 2007 og 2010.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Yrkið er nefnt eftir P.M.A. Tigerstedt prófessor í plöntukynbótum, en þetta yrki er/var uppáhalds yrki hans.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is