Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Rosa sicula
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   sicula
     
Höfundur   Tratt.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Svarðrós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstaður í skjóli fyrir næðingum.
     
Blómlitur   Ljósbleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   20-80 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Svarðrós
Vaxtarlag   Lágvaxinn, þéttgreindur runni, 20-80 sm hár, með rótarskot. Þyrnar beinir eða ögn bognir, grannir, allir næstum jafn langir, kirtil-þornhár innanum þyrna. Ungar greinar rauðar. Einblómstrandi.
     
Lýsing   Smálauf 5-9, breið-egglaga til kringlulótt, 0,6-2 sm löng, hárlaus, en eru þó kirtilhærð á neðra borði, ilma dálítið. Jaðrar kirtil-sagtenntir. Blómin stök, ljósbleik, 2,5-3 sm breið með mildan ilm. Bikarblöðin langæ, hanga áfram á nýpunni. Nýpurnar egglaga, 1-1,3 sm langar, rauðar.
     
Heimkynni   S Evrópa, N Afríka.
     
Jarðvegur   Frjór, lífefnaríkur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z8
     
Heimildir   1, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=56135, www.actahort.org/members/showpdf?booknrarnr=1064-2
     
Fjölgun   Sáning, síðsumargræðlingar með hæl.
     
Notkun/nytjar   Í beðkanta.
     
Reynsla   Svarðrósinni var sáð í Lystigarðinum 1991 og plantað í beð 1994. Kelur lítið eitt, stundum mikið framan af. Lítil, fínleg planta 2008, með blóm.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Svarðrós
Svarðrós
Svarðrós
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is