Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Campanula rotundifolia
Ćttkvísl   Campanula
     
Nafn   rotundifolia
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bláklukka
     
Ćtt   Campanulaceae (Bláklukkućtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Ljósblár
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst (sept.)
     
Hćđ   0.15-0.4 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Bláklukka
Vaxtarlag   Breytileg tegund, uppsveigđ eđa upprétt sjaldan skriđul, hárlaus, fjölćr međ granna, greinótta stöngla sem eru yfirleitt dúnhćrđir neđantil og lítiđ eitt laufóttir.
     
Lýsing   Stofnstćđu laufin mynda blađhvirfingu. stundum breiđu. Ţau eru hjartalaga til ± kringlótt, bogtennt, bylgjuđ, stilklaus og stundum enn lifandi ţegar plantan blómgast. Stöngullauf mjólensulaga, stilklaus og heilrend efst. Blóm og knúppar drúpa, eru stakstćđir eđa fáir saman í strjálblóma, legggrönnum klasa eđa stuttum skúf. Bikarflipar bandlaga. Enginn aukabikar. Krónan allt ađ 3 sm, bjöllulaga, hvít til dökkblá. Eggleg slétt eđa stöku sinnum nöbbótt. Hýđiđ keilulaga til öfugkeilulaga, opnast međ götum neđst.
     
Heimkynni   Íslensk, N Evrópa, N N Ameríka
     
Jarđvegur   Léttur, framrćstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   1, 2
     
Fjölgun   Skipting, sáning
     
Notkun/nytjar   Steinhćđir, beđ, undirgróđur, kanta, hleđslur
     
Reynsla   Bláklukkan er harđger og ţrífst vel. Hún hefur lengi veriđ í rćktun í görđum hér á landi. Ţroskar frć reglulega.
     
Yrki og undirteg.   Hvítt afbrigđi til sem fundist hefur hérlendis og er nokkuđ víđa. Einnig má nefna 'Olympica' 22 sm há, dökkgrćn, sagtennt lauf.
     
Útbreiđsla  
     
Bláklukka
Bláklukka
Bláklukka
Bláklukka
Bláklukka
Bláklukka
Bláklukka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is