Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Antennaria |
|
|
|
Nafn |
|
carpatica |
|
|
|
Höfundur |
|
(Wahlenb.) Bluff & Fingerh. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Giljalójurt |
|
|
|
Ætt |
|
Körfublómaætt (Asteraceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Gnaphalium carpaticum Wahlenb. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Rjómalitur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
- 15 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Upprétt, stundum þýfð jurt, allt að 15 sm há. |
|
|
|
Lýsing |
|
Sérbýli (dioecious). Uppréttur fjölæringur (8–)30–65 sm hár (stöngulsproti greinóttur eða jarðstöngull kröftug). Engar ofanjarðarrenglur. Grunnlauf 3-5-tauga, spaðalaga til öfuglensulaga eða lensulaga, 50–200 × 4–25 mm, hvassydd, broddydd, grálóhærð eða silfur-silkihærð bæði ofan og neðan. Stöngullauf bandlaga, Allt að 11 stöngullauf á hverjum stöngli. 8–140 mm, rófuydd eða ekki. Körfur uppréttar eða drúpandi, 3–30 í sveiplíkri eða skúflíkri blómskipun. Reifablöð karlblóma 5–8 mm, reifablöð kvenblóla 7–12 mm. Stoðblöð svört, dökkbrún, ljósbrún, kasraníubrún eða ólífugræn efst. Króna karlblóma 3–5 mm; króna kvenblóma 3–6 mm. Smáhnotir 1–1.5 mm, hárlausar. Svifhárakransar karlblóma 4–6 mm, svifhárakransar kvenblóma (5–)8–10 mm. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Fjöll í Evrópu (Pyreneafjöll, Alpafjöll, Carpatafjöll), N-Heimskautið. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Rakur, kalkríku,grýttur leirjarðvegur með lífrænum efnum. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
2 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, http://botany.cz |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
í steinhæðir, beðkanta, skrautblómabeð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er ein planta sem sáð var til 2010, í uppeldisreit.. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
ssp. carpatica er álitin einlend (endemísk). |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|