Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Caragana aurantiaca
Ættkvísl   Caragana
     
Nafn   aurantiaca
     
Höfundur   Koehne.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gullkergi
     
Ætt   Ertublómaætt (Fabaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Gullgulur-appelsínugulur
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hæð   0.3-0,8 m (-1m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Gullkergi
Vaxtarlag   Runni með fjölmargar, langar og grannar greinar, mest útafliggjandi, uppsveigðar í enda, þyrnar smáir, þrefaldir.
     
Lýsing   Smáblöð 4, þétt saman, miðstrengur laufsins aðeins 1-2 mm langur. Smálauf öfuglensulaga, 1-1,5 sm löng, ljósgræn, enn ljósari á neðra borði. hárlaus, taugar áberandi. Blómin stök, appelsínugul, á um 8 mm löngum leggjum, á sprotum fyrra árs. Bikar bjöllulaga, randhærður, eggleg alltaf hárlaus (mikilvægt). Ein fallegasta Caragana-tegundin, sem er varla hægt að þekkja frá C. pygmaea nema í blóma. Þolir allt að – 28.2°C frost.
     
Heimkynni   M Asía
     
Jarðvegur   Grýttur, leirkenndur, sendinn jarðvegur, þurr til meðalrakur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z5
     
Heimildir   1,7, http://en.hortipedia.com
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Steinhæðir, þyrpingar, blönduð beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein gömul planta. Harðger runni og blómviljugur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Gullkergi
Gullkergi
Gullkergi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is