Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Pritzelago alpina
Ættkvísl   Pritzelago
     
Nafn   alpina
     
Höfundur   (L.) Kuntze
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Snæbreiða
     
Ætt   Krossblómaætt (Brassicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hæð   - 10 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Snæbreiða
Vaxtarlag   Þýfð, fjölær jurt, allt að 10 sm há. Jarðstöngull oft viðarkenndur, greinóttur. Lauf stakfjöðruð, flipar allt að 2,5 sm, heilrend, með ógreind hár eða hárlaus, með lauflegg.
     
Lýsing   Blómleggur venjulega beinn, oftast lauflaus. Blómin mjög smá, bikarblöð 4, jöfn við grunninn. Krónublöðin 4, jafnstór, heilrend, endar snögglega í nögl, 3-5 x x 3 mm. Fræflar 6, heilir. Aldin stuttur skálpur, aflangur til egglaga, hliðflatur, 2 fræ í hólfi. Stíll 1 mm.
     
Heimkynni   Fjöll M & S Evrópu.
     
Jarðvegur   Sendinn, grýttur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í beðkanta. Þarf gott frárennsli.
     
Reynsla   Hefur verið af og til í Lystigarðinum, oft reynst skammlíf, er þar ekki 2015, en hefur verið sáð.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Snæbreiða
Snæbreiða
Snæbreiða
Snæbreiða
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is