Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Caragana frutex
Ættkvísl   Caragana
     
Nafn   frutex
     
Höfundur   (L.) K. Koch.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Þófakergi
     
Ætt   Ertublómaætt (Fabaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Gulur
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hæð   1-3 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Þófakergi
Vaxtarlag   Uppréttur runni, með ofanjarðarrenglur, greinar grannar, gulleitar, hárlausar. Ársprotar grannir, gulleitir, hárlausir.
     
Lýsing   Lauf með legg, smálaufa 4, öfugegglaga, næstum fingurlaga, 2 sm löng, dökkgræn, þunn, aðalstrengur laufa allt að 1,5 sm langur, stundum langær. Laufleggur og axlablöð dálítið þyrnótt. Blóm allt að 1-3, stór, gul, blómskipunarleggir allt að 2 sm, bikar allt að 1,5 sm, bjöllulaga, dálítið hliðskakkur neðst, tennur breiðþríhyrndar. Króna allt að 2,5 sm. Aldinin/fræbelgirnir 4×0,3 sm, pípulaga, dálítið flöt, hárlaus.
     
Heimkynni   S Rússland til Turkestans og Síberiu.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z2
     
Heimildir   1,7
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í raðir, í blönduð beð, í þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur gamlar undir þessu nafni, sem þrífast vel, kala ekkert og blómstra. Hefur verið mjög lengi í ræktun í LA (alveg frá tíma Jóns Rögnvaldssonar). Hefur þrifist vel (k. 0-1 flest ár). Auðþekkt frá garðakergi (baunatré) á því að smáblöðin eru aðeins 4 í stað 8-12.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki í ræktun erlendis, td. 'Biflora' með 2 og 2 blóm saman, 'Latifolia' með stærri blöð dökkgræn og glansandi á efra borði, 'Macrantha' stærri blóm og 'Globosa' með þétt kúlulaga vaxtarlag.
     
Útbreiðsla  
     
Þófakergi
Þófakergi
Þófakergi
Þófakergi
Þófakergi
Þófakergi
Þófakergi
Þófakergi
Þófakergi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is