Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
|
Rosa gallica 'Officinalis'
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
gallica |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Officinalis' |
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Skáldarós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Frönsk rós, Eddikerose, Apothekerrose, R. gallica v. officinalis Thory. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Fagurrauður-skærbleikur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-september. |
|
|
|
Hæð |
|
70 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Óþekktur uppruni. Rosa ‘Officinalis’ er ein af yrkjunum sem hefur verið í ræktun að minnsta kosti síðan um 1310 (en var að öllum líkindum ræktuð af persum og fleiri þjóðum þegar eitt þúsund árum fyrir Krists burð!).
Þessi franska rós er ein af bestu blómarunnunum, runninn sjaldan hærri en 70 sm, með bogna þyrna, þyrnar fáir. Laufið glansar ekki. Vöxturinn er í meðallagi kröftugur og plönturnar breiðast út til allra hliða. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin eru hálffyllt, fagurrauð-skærbleik, með daufpurpura slikju. Í miðjunni er þétt knippi af gullgulum fræflum. Nýpur margar, fremur stórar hnöttóttir, sléttir, og skrautlegar, appelsínugulir til rauðir, en verða svartir að vetrum. (Góðar í matreiðslu). Blómsprotarnir eru uppréttir og bera blómin ofan við laufþykknið.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, meðalfrjór, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Mjölsveppur. |
|
|
|
Harka |
|
Z5 |
|
|
|
Heimildir |
|
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København
http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
davesgarden.com/guides/pf/go/116/#b
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Rósin myndar mörg rótarskot þegar hún vex á eigin rót. Hún gerir litlar kröfur, er skuggaþolin en getur sýkst af mjölsvepp eftir að blómgun er lokið.
Rosa gallica ‘Officinalis’ gengur líka undir nafninu apótekararós og edikrós þar sem blóm hennar voru fyrrum notuð til að búa til rósaedik til lækninga. Þurrkuð blóm eru notuð í ilmjurtablöndu vegna þess að þau ilma lengi. Áður fyrr gerðu apótekarar ilmandi duft sem og heilsulyf úr niðurrifnu laufi.
Redouté lýsti henni á sinni tíð sem ‘Le Rosier de Provins ordinaier’, það er að segja venjulega rósin frá þorpinu Provins. Þetta er sama rósin sem var sett í skjöld Lancasterættarinnar. Í Englandi gengur hún undir nafninu Red Rose of Lancaster. Stökkbreytt fræplanta (sport) af þessari rós er ‘Versicolor’ sem ekki má rugla saman við Rosa damacena ‘Versicolor’.
|
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|