Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Rosa helenae 'Hybrida'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   helenae
     
Höfundur   Rehd. & Wils.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Hybrida'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Helenurós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Ljósgulur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   - 400 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Helenurós
Vaxtarlag   Ekki vitað hvenær hún var kynbætt eða hver gerði það. Runni allt að 400 sm hár og 200 sm breiður, vöxtur kröftugur með marga, langa ársprota, allt að 200 sm langa og lengri þar sem loftslagið er hlýtt. Þyrnar margir og stórir. Lauf stór.
     
Lýsing   Blóm um 4 sm breið, ofkrýnd til hálffyllt, 9-16 krónublöð, ljósgul þegar þau springa út en lýsist og verður hvít. Ilmur sætur og sterkur, hunangsilmur. Blómin eru í klösum, 30-60 í hverjum. Runninn blómstrar einu sinni. Myndar mikið af skrautlegum nýpum.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, vel framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z5
     
Heimildir   http://www.hesleberg.no, www.helpmefind.com/rose/l.php?l=2.44094,
     
Fjölgun   Sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Sólríkur vaxtarstaður, mun þola dálítinn skugga. Miðlungi góður jarðvegur. Ein planta á m². Rosa helenae ‘Hybrida’ er mjög mikils virði, hraust og blómviljug. Fín sem stakur runni, í limgerði og sem klifurrós (meira en 800 sm) á tígulgrind eða að hún klifrar upp trjástofn. Villta tegundin R. helenae er frá Kína.
     
Reynsla   Engin reynsla af þessari rós í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Helenurós
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is