Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Rosa 'Prairie Joy'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Prairie Joy'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Skærbleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   120-180 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Rosa 'Prairie Joy' er kanadísk praklandrós. Runninn er þyrnóttur, 120-180 sm hár og um 120-150(-240)sm breiður, með marga sprota, er þéttastur neðst, kúlulaga í vextinum.
     
Lýsing   Blómin í stórum klösum, ofkrýnd, skærbleik blóm sem ilma lítið. Blómstrar allt sumarið. Blómin koma á ársprotana. Laufið dökk grænt allt sumarið en verða gul að haustinu. Smálaufin egglaga. Nýpurnar eru appelsínugular.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, vel framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar   Mikill viðnámsþróttur gegn sjúkdómum svo sem svartroti og mjölsvepp.
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.davesgarden.com, http://www.gardenstew.com, http://www.shelmerdine.com, http://www.stmarysnurseryandgargencentre.ca, davesgarden.com/guides/pf/go/144563/#b
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágrðæsla.
     
Notkun/nytjar   Harðgerður runni. Sólríkur vaxtarstaður og vel framræstur, vökvun þarf að vera jöfn. Þolir ekki að standa í vatni. Þarf mikla og reglulega umhirðu, klippt aðeins að vorinu þegar kuldatíminn er liðinn, að klippa snemma eykur líkur á nývexti. Góð til afskurðar, höfð t.d. í beð, getur myndað stórt blómstrandi limgerði.
     
Reynsla   Rosa ‘Praire Joy’ er ekki í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is