Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Rosa 'Troica'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Troica'
     
Höf.   (Poulsen 2007) Bretland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Poumidour’ (‘Royal Dane’).
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Aprikósulitur með rauðri slikju.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   120 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Kynbætt af Poulsen, komið á framfæri í Bretlandi 2007. Foreldrar: Tropicana × [ × Princesse Astrid] x Hanne (hybrid tea, Soenderhausen, 1959). ‘Troika er terósarblendingur. Runninn er kröftugur, uppréttur, 75-150 sm hár og 60-75 sm breiður.
     
Lýsing   Laufin eru stór, glansandi, dökkgræn og þau eru bronslit þegar þau eru ung og líka á haustin. Runninn er lotublómstrandi. Blómin eru stór, ilmandi, fyllt, með 26-40 krónublöð, aprikósulit með rauðri slikju á jöðrum krónublaðanna.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Rakur, frjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.backyardgardener.com, http://www.roselocator.com, http://www.shootgardening.co.uk, http://www.wyevale.co.uk, www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=6340, davesgardening.com/guides/pf/go/165598/#b
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Sólríkur vaxtarstaður, í skjóli eða ekki. Jarðvegur rakur og vel framræstur, flestar jarðvegsgerðir koma til greina. Harðgerð planta. Viðkvæm fyrir blaðlús, spunamaur, mjölsvepp, svartroti, og ryðsvepp. Plantað í beð og kanta, einnig notuð afskorin.
     
Reynsla   REYNSLA. Rosa ‘Troica’ er ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Rosa ‘Troika’ hefur fengið viðurkenningu: RHS AGM (Award of Garden Merit)
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is