Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
|
|
|
|
Höfundur |
|
|
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Schneekoppe' |
|
|
|
Höf. |
|
(Baum 1986) Þýskaland. |
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Ígulrós, garðarós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Rosa rugosa Thunb. ‘Snow Pavement’, 'White Hedgen', Schneekopf. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-september. |
|
|
|
Hæð |
|
75-90 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Kynbótamaðurinn var Karl Baum í Þýskalandi, yrkinu var komið í sölu 1984.
‘Schneekoppe’ er ígulrósarrunni (Rosa rugosa-runni), harðgerður, kröftugur en lágvaxinn, 75-90(-250) sm hár og allt að 90(-120) sm breiður, kúluformaður. Einn besti runninn í limgerði.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Lotublómstrandi, blóm stundum fram á haust. Blómin stök, eru 5-7,5 sm breið, hvít, næstum hvít eða fjólubláhvít, hálfofkrýnd, ilma mikið. Að haustinu koma tilkomumiklar nýpur, rauðar og stórar, aldinkjötið mikið.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, vel framræstur, meðalrakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp. |
|
|
|
Harka |
|
Z3 |
|
|
|
Heimildir |
|
Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarði Reykjavíkur,
http://www.backyardfarm.com,
http://www.elisanet.fi/simolanrosario/a-uudet-sivut/uudet-ruusulistat/rosarugosa.html,
http://www.helpmefind/com,
http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
http://www3.sympaico.ca/galetta/tales/clandscape_pavement.html,
www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm,
www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP,
davesgarden.com/guides/pf/go/64929/#b
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Stakar plöntur, nokkrar saman eða í beð. Runninn er snyrtur eða klipptur árlega nokkuð niður.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Kom sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Fín í Reykjavík. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR:
Þetta er ein af svonefndu Pavement rósunum en þær eru bæði hraustar og fallegar. Þær þola miklar hitasveiflur og þrífast jafnt í mikilli sól og hálfskugga og eru þar að auki saltþolnar.
|
|
|
|
|
|