Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Salvia virgata
Ættkvísl   Salvia
     
Nafn   virgata
     
Höfundur   Ait.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kósakkasalvía
     
Ætt   Varablómaætt (Lamiaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Ljóslilla til fjólublár eða purpura, sjaldan hvítur.
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hæð   -100 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Kósakkasalvía
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 100 sm há. Stönglar uppréttir, greindir eða ógreindir, dúnhærðir.
     
Lýsing   Lauf allt að 30 x 15 sm, með lauflegg, óskipt, egglaga eða lensulaga til aflöng, grunnur gegnvaxinn (efri) eða hjartalaga, jaðar næstum heilrendur til skörðóttur eða trosnaður, hrukkótt og kirtil-dúnhærð. laufleggir allt að 15 sm. Blóm í 2-6 blóma krönsum, strjál, í ógreindum eða greinóttum skúfum eða klösum, blómleggir allt að 3 mm. Stoðblöð allt að 8 x 6 mm, egglaga, mjó-hvassydd, purpura. Bikar allt að 1 sm, pípulaga eða bjöllulaga, víkkar út þegar aldinið þroskast, kirtil-dúnhærð, purpura, efri vörin sigðlaga, með gróp. Krónan ljóslilla til fjólublá eða purpura eða stöku sinnum hvít, pípan allt að 9 mm, nær ekki fram úr blóminu, útvíkkuð efst, efri vörin allt að 7 mm, sigðlaga. Aldin allt að 3 x 2 mm, eggvala.
     
Heimkynni   M Asía.
     
Jarðvegur   Frjór, framræstur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeð.
     
Reynsla   Ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Kósakkasalvía
Kósakkasalvía
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is