Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Rosa 'Pascali'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Pascali'
     
Höf.   (Lens 1963) Belgia
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   ‘Blanche Pascal’, R. 'Lenip'
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur-rjómahvítur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   90-120 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Foreldrar: Queen Elizabeth x White Butterfly Kynbætt af Lens 1963 í Belgíu. ‘Pascali’ er stórblóma terósarblendingur og 20. aldar rós. Einn besti hvíti terósarblendingurinn. Runninn verður um 100 sm hár og 60 sm breiður, lotublómstrandi. Í hlýju loftslagi verður runninn 75-200 sm hár og 50-120 sm breiður.
     
Lýsing   Blómin fjölmörg, mynduð á uppréttum stilkum. Blómin stór með háa miðju, hvít-rjómahvít, ofkrýnd, falleg í laginu og standa lengi eru ilmlaus eða með lítinn te-ilm. Laufið er leðurkennt, dökkgrænt, fer vel með fjölmörgu blómunum.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, lífefnaríkur, vel framræstur, meðalfrjór.
     
Sjúkdómar   Með mótstöðu gegn svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
     
Harka  
     
Heimildir   Edinger, Philip & al. ed. 1981: How to grow roses – A Sunset Book Lane Publishing Co. – Menlo Park, California, Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, http://www.helpmefind.com, http://www.horticlik.com/p/rosa_winnipeg_parks_shrub_-_parkland1.hbml, http://www.rose-roses.com/rosepages, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/62957/#b, www.learn2grow.com/plants/rosa-lenip-pascali/
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumaargræðlingar eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Í blandað runnabeð, upp við suðurvegg eða á girðingu, í þyrpingar, til afskurðar. Plantan hefur mjög mikla mótstöðu gegn sjúkdómum. Þarf sólríkan vaxtarstað. Það þarf að skýla rósinni gegn vorfrostum. Hægt er að rækta hana í kerjum en þá verður að verja kerin fyrir vetrarfrostum. Að vorinu eru gamlir, dauðir eða skemmdir stilkar klipptir niður sem og krosslægjur.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum var til planta af Rosa ‘Pascali’ frá 2001, sem misfórst í vetrargeymslu veturinn 2006-2007. Önnur planta keypt 2008, plantað sunnan undir gróðurhúsinu, blómstraði það 2008 og 2009.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Rósin hefur fengið margar viðurkenningar og verðlaun svo sem RNRS Certificate of Merit 1963, The Hague Gold Medal 1963, Portland Gold Medal 1967, WFRS Rose Hall of Fame and World's Favorite Rose 1991. Nafnið ‘Pascali’ er líklega nafn ítalska listamannsinsem Pino Pascali (1935-1968).
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is