Sigfús Dađason - Vćngjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Rosa x kamtchatica
Ćttkvísl   Rosa
     
Nafn   x kamtchatica
     
Höfundur   Vent.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sandrós
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti   R. rugosa Thunb. v. kamtchatica (Vent.) Regel.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Föl- til rósbleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hćđ   100-240 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Sandrós
Vaxtarlag   Venslarósin er blendingur R. davurica eđa R. amblyotis og R. rugosa. Runninn er frábrugđinn ígulrósinn ađ ţví leyti ađ greinarnar eru fíngerđari og minna ţyrnótta, einnig grálođnar og međ stutt ţornhár. Smálauf eru löng, ekki glansandi, minna hrukkótt ađ ofan, grágrćn og minna hćrđ neđan.
     
Lýsing   Blómin eru 4-5 sm í ţvermál, 3-5 talsins á sléttum, stuttum leggjum, minni en á ígulrósinni. Bikarblöđ löng, samanlögđ. Nýpur smćrri en á ígulrósinni, hnattlaga, sléttar.
     
Heimkynni   A-Síbería, Kamschatka.
     
Jarđvegur   Sendinn, fremurlítiđ til međalrakur, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z4
     
Heimildir   1, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, Nicolaisen, Ǻge 1975: Rosernas Bog - Křbenhavn, en.hortipedia.com/wiki/Rosa-x-kamtschatica, davesgarden.com/guides/pf/go/55699/#b
     
Fjölgun   Sumar-, síđsumar- og vetrargrćđlingar, ágrćđsla, brumágrćđsla.
     
Notkun/nytjar   Sem stakur runni, í blönduđ trjá- og runnabeđ. Ađallega notuđ ţar sem jörđ er sendin og á strandsvćđum erlendis. Ţolir allt ađ -35°C.
     
Reynsla   Til eru í Lystigarđinum fáeinar plöntur sem sáđ var árin 1981, 1982 og 1995. Ţćr vaxa fremur lítiđ, kala nokkuđ og hafa ekki blómstrađ. Ţrífst vel í Grasagarđi Reykjavíkur. Myndirnar eru teknar í Grasagarđi Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Sandrós
Sandrós
Sandrós
Sandrós
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is