Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Rosa 'Karen Blixen'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Karen Blixen'
     
Höf.   (Pernille Olesen before 1990, Danmörk, Mogens Nyegaard Olesen,before 1990) Danmörk .
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól (-hálfskuggi).
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   90-120 sm
     
Vaxtarhraði   Meðalvaxtarhraði.
     
 
Vaxtarlag   Terósarblendingur. Runninn er hraustur og kröftugur, 90 to 150 sm hár og um 60 to 120 sm breiður.
     
Lýsing   Rosa 'Karen Blixen' er terósarblendingur með hvít eða næstum hvít blóm. Ilmur sterkur og mildur. Blómin eru stór, mjög þéttfyllt, að meðaltali 12 sm í þvermál, krónublöðin 41-70 talsins. Blómin koma í lotum yfir hásumarið og stöku sinnum seinna að sumrinu. Laufið er dökkgrænt, leðurkennt og glansandi.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, vel framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar   Plantan er ónæm fyrir sjúkdómum.
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.helpmefind.com, http://www.planteshop.dk, www.learn2grow.com/plants/rosa-poulari-karen-blixen-pp9274-care-and-maintenance
     
Fjölgun   Síðsumar- eða vetrargræðlingar, haldið rökum í 4-6 vikur þar til þeir hafa rætst vel. Rótarhormónar.
     
Notkun/nytjar   Klippið burt dauðar og sjúkar greinar að vorinu sem og krosslægjur. Þar sem loftslag er hlýtt eru lifandi sprotarnir klipptir niður um 1/3. Á kaldari svæðum þarf líklega að klippa dálítið meira niður. Skýlið fyrir vorfrostum. Hægt að rækta í kerjum a.m.k. erlendis, en kerin þurfa vetrarskýli þar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum var til planta frá 1997 sem lifði til 2000.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is