Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Astragalus alpinus
Ættkvísl   Astragalus
     
Nafn   alpinus
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Seljahnúta
     
Ætt   Ertublómaætt (Fabaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Ljós blápurpura með purpuralitan odd, oddur kjalarins er með dumbrauðar doppur. Vængir fölpurpura.
     
Blómgunartími   Sumar.
     
Hæð   - 30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Seljahnúta
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 30 sm hár. stilkar mynda þúfu, greinast um hnén, oft jarðlægir.
     
Lýsing   Lauf allt að 14 sm, smálauf allt að 2,5 sm í 27 pörum, egglaga til hálfkringlótt, snubbótt. Blómskipunin þéttblóma, með allt að 20 blómum. Blómskipunarleggir uppréttir, allt að 17 sm, blómin hangandi. Bikar pípulaga, útflattur þegar fræið er þroskað, ullhærður, tennur tígullaga. Krónan oftast tvílit, fáni allt að 1,5 sm, egglaga-fleyglaga, framjaðraður, ljós blápurpura með purpuralitan odd, oddur kjalarins er með dumbrauðar doppur. Vængir fölpurpura, (sjaldan purpuralitir). Aldin allt að 1.5 sm, hangandi, sporvala, svört eða svört með hvítleita dúnhæringu.
     
Heimkynni   Fjöll í N-Evrópa, Asía og N Ameríka.
     
Jarðvegur   Léttur, meðalfrjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í beð, í steinhæðir.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum voru til tvær plöntur sem sáð var til 1985 og gróðursettarí beð 1988 og 1989, sú fyrri lognaðist út af 1990 en hin 1999.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Seljahnúta
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is