Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Montia sibirica
Ættkvísl   Montia
     
Nafn   sibirica
     
Höfundur   (L.) J.T. Howell.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Síberíugrýta
     
Ætt   Grýtuætt (Portulacaceae).
     
Samheiti   Claytonia sibirica
     
Lífsform   Einær planta.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Bleikur/rauðar æðar.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   20-30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Einær planta sem stundum lifir lengur, allt að 40 sm há.
     
Lýsing   Grunnlauf oftast mörg, tígullaga-egglaga til lensulaga, laufleggir 2-3 x lengd blöðkunnar, sum verða þykk og safamikil við grunninn, með æxlikorn í blaðöxlunum. Stöngullauf 2, gagnstæð, legglaus eða með stuttan legg. Blómin hvít til bleik, í margblóma, endastæðum klasa allt að 30 sm.
     
Heimkynni   N Ameríka, Alaska, Síbería
     
Jarðvegur   Rakur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, sem þekja, í beð.
     
Reynsla   Harðgerð, blöðin má nota til matar ýmist soðin eða hrá. Þrífst vel en sáir sér allnokkuð og getur orðið hálfgert illgresi í beðum. Heldur sér við með sáningu.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is