Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Campanula cymbalaria
Ættkvísl   Campanula
     
Nafn   cymbalaria
     
Höfundur   Sibth. & Sm.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skuggaklukka
     
Ætt   Campanulaceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   fjölær
     
Kjörlendi   sól-hálfsk
     
Blómlitur   bláfjólublár
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hæð   0.2-0.25 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Þýfður fjölæringur, 20-25 sm. Blómstönglar útafliggjandi, uppsveigðir til enda.
     
Lýsing   Lauf mynda blaðhvirfingu við jörð. Þau eru egg- til nýrlaga með breiðar bogatennur og blaðstilkar langir. Krónan er upprétt, breiðbjöllulaga með áberandi útstæða flipa, sem eru um 15 mm í þvermál, bláfjólublá. Blómgast í júní-júlí
     
Heimkynni   V Asía (Líbanon, Tyrkland)
     
Jarðvegur   Ræktuð á skuggsælum stöðum í rökum, malarbornum jarðvegi.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   Rock Garden Plant Database
     
Fjölgun   Fjölgað með fræi sem sáð er að vetrinum, Fræið þarf birtu til að spíra og er sáð á yfirborð jarðvegsins, spírar á 1-3 mánuðum. Það er líka hægt að skipta plöntunni snemma vors eða að haustinu.
     
Notkun/nytjar  
     
Reynsla   Hefur aðeins verið í ræktun í örfá ár í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is