Í morgunsáriđ - Ragna Sigurđardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Campanula garganica
Ćttkvísl   Campanula
     
Nafn   garganica
     
Höfundur   Tenore
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Steinklukka
     
Ćtt   Campanulaceae
     
Samheiti   C. elatines v. garganica (Tenore) Fiori
     
Lífsform   fjölćr
     
Kjörlendi   sól-hálfsk
     
Blómlitur   fjólublár
     
Blómgunartími   Júlí-ág.
     
Hćđ   0.10-0.18 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Dálítiđ dúnhćrđur eđa hárlaus, útafliggjandi fjölćringur. Blómstönglar grannir, allt ađ 15 sm, útbreiddir og ekki allir međ blóm.
     
Lýsing   Stofnstćđu laufin flest kringlótt til egglaga eđa hjartalaga, ydd, bogtennt, skćrgrćn, smádúnhćrđ, vetrargrćn. Stöngullauf egglaga, ydd, tennt. Blóm upprétt, legggrönn í strjálblóma, greinóttum skúf. Bikarflipar 8-12 mm, >1 mm breiđir, út- eđa niđurstćđir, nćstum jafn stórir, lensulaga. Enginn aukabikar. Króna allt ađ 2 sm, flöt til breiđtrektlaga, klofin allt ađ 3/4, skćrblá. Frjó gult. Blómgast í júlí-ágúst. Hýđi opnast međ götum um miđjuna. Er mjög lík Seyruklukku (C. elatines).
     
Heimkynni   SA Ítalía
     
Jarđvegur   léttur, frjór, framrćstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H5
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   skipting, sáning (mćlt međ skiptingu á 4 ára fresti eđa svo)
     
Notkun/nytjar   steinhćđir, skrautblómabeđ
     
Reynsla   Stutt en lofar góđu.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: bjorgvin@akureyri.is