Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Rosa 'Brother Cadfael'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Brother Cadfael'
     
Höf.   (Austin 1990) England.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Skærbleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   50-80 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Þetta er ensk 20. aldar rós, miðlungsstór kröftug runnarós, 50-80 sm há en getur orðið 150 sm há og 120 sm breið, þyrnalaus (eða því sem næst), síblómstrandi, laufin dökkgræn.
     
Lýsing   Blómin mjög stór, skærbleik, fyllt, ilma mikið og vel. Blómin þéttfyllt, krónublöðin 40 talsins.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór jarðvegur, hæfilega rakur og vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Hefur viðnámsþrótt gegn svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.hesleberg.no, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.helpmefind.com/rose/l.php?l=2.860, davesgarden.com/guides/pf/go/52124/#b
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar-, vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Sólríkur vaxtarstaður. Þolir ekki skugga. Þarf næringarríkan jarðveg. Hæfilegt að hafa 1 plöntu á m². Notuð stök, í beð eða 3-5 plöntur í þyrpingu. Notið þá 3 plöntur á m².
     
Reynsla   Rosa 'Brother Cadfael' var keypt í Lystigarðinn 2006 og plantað í beð það ár, óx lítið en blómstraði 2006 og 2007, dauð 2008.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Nefnd eftir aðalpersónu í glæpasöguseríu eftir Ellis Peters Verðlaun: Preis der Stadt Nantes 1993.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is