Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
|
|
|
|
Höfundur |
|
|
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Champlain' |
|
|
|
Höf. |
|
(Dr. Felecitas Svejda 1982) Kanada. |
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
|
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól og skjól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Djúprauður. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-september. |
|
|
|
Hæð |
|
100-120 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Runninn er uppréttur, þyrnóttur, 1-1,2 m hár og álíka breiður, laufmikill, laufin eru glansandi og dökkgræn. |
|
|
|
Lýsing |
|
Foreldri: fræ/kvk: R. kordesii x Seedlings, frjó: 'Red Dawn' x 'Suzanne'.
Rosa 'Champlain' er kanadísk rós og ein af svo nefndum explorer rósum. Þessi rósarunni er mjög vinsæll vegna þess að hann minnir á klasarósir (Floribunda). Runninn er með hálffyllt, meðalstór, djúprauð blóm með flauelsáferð og blómstrar í sífellu allt sumarið fram á haust. Krónublöðin eru 35 talsins. Í raun eru oddar krónublaðanna dökk rauðir, en miðja þeirra og grunnur millirauður. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, vel framræstur, meðalrakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Hefur mikið mótsöðuafl gegn sveppasýkingum s.s. svartroti og mjölsvepp og blaðlús geðjast illa að honum. |
|
|
|
Harka |
|
Z4 |
|
|
|
Heimildir |
|
http://www.horticlik.com/p/rosa_winnipeg_parks_shrub_-_parkland1.hbml,
http://www.ncsu.edu, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, http://www3.sympaico.ca/galetta/tales/explorerroses.html,
davesgarden.com/guides/pf/go/64557/#b,
www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumar-, síðsumar-, vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Harðgerð planta sem þarf sólríkan vaxtarstað.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Rosa 'Champlain' var keypt í Lystigarðinn 2008 og gróðursett í beð það ár, blómstraði 3-4 blómum 2008. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR:
'Champlain' er nafn Samuels Champlains, sem stofnaði borgina Quebec 1608. Rósin er ein af svonefndum ‘explorer’ rósum sem var kynbætt í Ottawa. 'Explorer' rósir standa fyrir því að plantan þoli kulda og næðinga. |
|
|
|
|
|