Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Rosa 'Chicago Peace'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Chicago Peace'
     
Höf.   (Johnston 1962) USA.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Bronsgulur, djúpbleikur, koparlitur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   120-180 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   'Chicago Peace' er terósarblendingur, runninn getur orðið 120-180 sm hár og 120 sm breiður.
     
Lýsing   Foreldrar: fræplanta af 'Peace' (Meilland HT 1945) Stórblóma terósarblendingur, 20. aldar rós, blómin þéttfyllt, bleik og með koparblæ, mildur rósailmur, krónublöðin gul meðst, 45-60 talsins. Meðalstór planta, sem er stökkbreytt fræplanta af ‘Peace’ með annað litafbrigði og með alla kosti sem laufið hefur haldist sem og plantan og stórglæsilegt blómformið og hressilegri blómlit, - bronsgul, djúpbleik og koparlit. Kynbótamaður í Chicago tók fyrst eftir þessari stökkbreyttu fræplöntu af ‘Peace’ og þaðan er komið nafnið 'Chicago Peace’. ;
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, vel framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   Edinger, Philip & al. ed. 1981: How to grow roses – A Sunset Book Lane Publishing Co. – Menlo Park, California, Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, http://www.rose-roses.com/rosepages, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/48946/#b
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla brumágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Viðurkenning: Portland Gold Medal 1962
     
Reynsla   Rosa 'Chicago Peace' kom í Lystigarðinn 1997 og gróðursett í beð, flutt í annað beð 2003, hefur kalið mikið öll árin og rétt tórir 2009.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is