Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Rosa 'Compte du Chambord'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Compte du Chambord'
     
Höf.   (Robert et Moreau 1860) Frakkland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Dökkbleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   Allt að 120 sm
     
Vaxtarhraði   Meðalhraður vöxtur.
     
 
Vaxtarlag   Þetta er svonefnd Portland rós og gömul garðrós (antik rós) sem vex hóflegar en aðrir gamlir garðrósarunnar, er lotublómstrandi. Blómin eru að sönnu minni en á búrbónarósum, en þau eru með sætari ilm, mikill ilmur. Runninn verður 90-120(-175) sm hár og 90-150 sm breiður, er kröftugur í vextinum.
     
Lýsing   Foreldrar: Ef til vill 'Baronne Prévost' x 'Duchess of Portland'. 'Compte du Chambord' var kynbætt af Moreau-Robert í Frakklandi og komið á framfæri 1860, samkvæmt sumum heimildum 1863. Knúbbarnir eru fagurformaðir, blómin dökkbleik með mismiklum blápurpura blæ, þéttfyllt stór blóm 7,5 sm breið, með sterkan ilm. Lotublómstrandi og blómstrar lengi. Blómin eru stök eða í litlum klösum. Lauf milligræn.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, vel framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarði Reykjavíkur, Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, http://www.e-monsite.com, http://www.marthastewart.com, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/64572/#b
     
Fjölgun   Sumar-, haust-, vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Harðgerð, gömul garðarós, góð í þyrpingar, líka hægt að nota í ker. Sólríkur vaxtarstaður.
     
Reynsla   Rosa 'Compte du Chambord' kom sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur, óvíst að hafi lifnað. Í Reykjavík er henni alltaf skýlt og kelur alltaf.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is