Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Rosa gallica 'Violacea'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   gallica
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Violacea'
     
Höf.   (Fyrir 1800 / Cumerland fyrir 1824)
     
Íslenskt nafn   Skáldarós (gallarós)
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   R. gallica violacea, R. gallica 'Violacea', La Belle Sultane.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Djúprauður.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   - 200 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Rosa ‘Violacea’ er óvenju falleg og á meðal fallegustu einblómstrandi rósanna. Runninn er blómviljugur, verður meira en 200 sm hár, næstum þyrnalaus. Það er líka hægt að nota hann sem klifurrunna.
     
Lýsing   Fögur blómin eru hálffyllt, djúprauð með flauelsáferð, verða seinna sterk purpuralit, jaðrar brúnir og með fjölda gullgulra fræfla í miðjunni. Blómin ilma vel. Laufin eru kringluleit, fá rauðleita haustliti, standa lengi. Margir nýpur með skrautlegum bikarblöðum.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Léttur, meðalfrjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z5
     
Heimildir   Jenssen 1993, http://www.proartists.com, http://www.rosegathering.com,
     
Fjölgun   Til dæmis með að stinga upp rótarskot. Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Hraustur runni og mjög vetrarþolin, fjölgar sér með fjölmörgum rótarskotum. Sólríkur vaxtarstaður. Þolir við í hálfskugga.
     
Reynsla   Rosa ‘Violacea’ var keypt í Lystigarðinn 2003 og plantað í beð 2004, vex vel og blómstrar að minnsta kosti sum árin.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is